Sendandi: Vinnumálastofnun


Download 29.48 Kb.
Pdf ko'rish
Sana26.11.2017
Hajmi29.48 Kb.

 

Minnisblað 

 

Viðtakandi:  Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra 

Sendandi:  

Vinnumálastofnun 

Dags.:  


1. september 2008 

Efni: 


Staða á vinnumarkaði í byrjun sept. 2008 og horfur næstu mánuði 

 

Staða á vinnumarkaði og hópuppsagnir Atvinnuleysi í júlí var 1,1% og var fjöldi atvinnulausra í lok júlí 2.252. Lítilsháttar fjölgun hefur orðið 

í  ágúst  og  má  búast  við  að  í  lok  ágúst  verði  um  eða  yfir  2.300  manns  atvinnulausir  og  atvinnuleysi 

verði þá 1,2%. Töluverð  hreyfing er á fólki  sem  skráir sig  atvinnulaust en  meðan  margir  komi inn  á 

skrá  er  mikið um að fólk fái  fljótt aftur  störf,  þannig að  heildarfjölgun  atvinnulausra  er lítil  enn sem 

komið er. 

Atvinnulausum fjölgar einkum á höfuðborgarsvæðinu og þá fyrst og fremst körlum í ágústmánuði en 

atvinnuleysi meðal karla á höfuðborgarsvæðinu jókst þá um 15%. Á landsbyggðinni fækkar nokkuð á 

heildina  litið,  einkum  fækkar  konum  á  skrá  og  þá  helst  á  Norðurlandi  eystra,  Austurlandi  og 

Suðurlandi. 

Þeir  sem  hafa  verið  að  bætast  á  atvinnuleysisskrá  nú  síðustu  vikur  eru  einkum  ófaglærðir  úr 

byggingariðnaði  og  ýmis  konar  iðnaði,  einnig  fólk  sem  hefur  starfað  í  ýmsum  verslunar-  og 

þjónustustörfum.  Ráðningar  hafa  einkum  verið  í  ýmis  þjónustustörf,  bæði  í  ferðaþjónustu  og  hjá 

opinberum aðilum í umönnun, gæslu, þrif oþh., en einnig má sjá eftirspurn eftir fólki til ýmissa stærri 

verkefna í byggingariðnaði. 

Tvær  hópuppsagnir  bárust  í  ágúst,  annars  vegar  frá  Ístak  þar  sem  sagt  er  upp  allt  að  300  manns  á 

Austurlandi  og  á  höfuðborgarsvæðinu,  að  stórum  hluta  erlendir  starfsmenn.  Hins  vegar  er  Pósthúsið 

(Fréttablaðið)  að  segja  upp  129  blaðberum  víða  á  landsbyggðinni,  en  stöðugildi  eru  þó  mun  færri. 

Stærstu  hópppsagnirnar  fram  að  því  komu  í  júní  þegar  Icelandair  og  Flugþjónustan  á 

Keflavíkurflugvelli sögðu upp um eða yfir 300 manns. Alls hefur um 1300 til 1400 manns verið sagt 

upp  á  árinu  með  hópuppsögnum,  mest    í  flugrekstri  og  byggingariðnaði,  en  einnig  í  verslun  og 

þjónustu. 

Horfur næstu vikur og mánuði 

Á  höfuðborgarsvæðinu  og  á  Suðurnesjum  má  gera  ráð  fyrir  að  atvinnuleysi  aukist  jafnt  og  þétt  í 

september  líkt  og  raunin  hefur  verið  í  ágúst,  vegna  samdráttar  hjá  byggingarverktökum  og  í  sumum 

greinum  verslunar,  fjármálastarfsemi  og  öðrum  þjónustugreinum.  Á  landsbyggðinni  er  staðan  á  hinn 

bóginn víðast hvar betri þegar horft er til næstu tveggja mánaða og má búast við að frekar fækki þar á 

skrá  í  september;  með  nýju  kvótaári  eykst  eftirspurn  eftir  fólki  til  fiskvinnslustarfa  og  fiskveiða 

nokkuð  og  aukin  þörf  er  fyrir  fólk  til  starfa  í  sláturhúsum,  en  á  móti  kemur  nokkur  samdráttur  í 

ferðaþjónustu.  Á  heildina  litið  er  því  gert  ráð  fyrir  að  á  landinu  öllu  aukist  atvinnuleysi  lítilsháttar  í 

september og verði 1,2-1,3%. 

Þegar  kemur  fram  í  nóvember  og  desember  má  á  hinn  bóginn  gera  ráð  fyrir  að  atvinnuleysi  aukist 

hraðar.  Þá  mun  draga  úr  almennum  umsvifum  byggingarverktaka  og  í  ferðaþjónustu,  þeim  sem  sagt 

hefur  verið  upp  með  hópuppsögnum  mun  fara  að  sjá  stað  af  meiri  þunga  auk  smærri  uppsagna  hjá 

ýmsum aðilum, auk þess sem gera má ráð fyrir áframhaldandi gjaldþrotum líkt og vísbendingar hafa 

komið fram um hjá Ábyrgðasjóði launa síðustu mánuði. 

Meðalatvinnuleysi ársins 2008 verður um 1,3% og líklegt er að atvinnuleysi muni aukast enn á árinu 

2009 þó margt komi til með að kunna að hafa áhrif á þá þróun. Vinnumálastofnun telur þó líklegt að 

meðal atvinnuleysi ársins 2009 verði um eða nokkuð yfir 3%.  

2

Erlent starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði Erlent  starfsfólk  á  íslenskum  vinnumarkaði  var  skv.  áætlun  Vinnumálastofnunar  komið  yfir  17.000 

manns árið 2007 sem er yfir 9% af vinnuaflinu, og jókst mikið á árunum 2005-2007. Seinni part ársins 

2007  jókst  brottflutningur  erlends  vinnuafls  mikið,  einkum  tengt  lokum  stóriðju-  og 

virkjanaframkvæmda  og  bendir  útgáfa  vottorða  um  staðfestingu  á  atvinnu  (E-301),  sem  erlendir 

ríkisborgarar  sækja  sér  þegar  þeir  fara  af  íslenskum  vinnumarkaði,  til  að  sá  brottflutningur  sé  að 

aukast. Þannig hafa verið gefin út um 1600 slík vottorð það sem af er þessu ári, samanborið við 1200 

allt árið í fyrra og 500 árið 2006.  

Enn  er  þó  töluvert  streymi  erlends  starfsfólks  inn  á  íslenskan  vinnumarkað.  Nýskráningum  fólks  frá 

Póllandi og öðrum „nýju“ ríkjum ESB hefur lítið fækkað frá fyrra ári, hafa að jafnaði verið yfir 400 á 

mánuði  fram  í  júní,  en  heldur  færri  nú  í  júlí  og  ágúst,  eða  um  340  hvorn  mánuð.  Þá  er  ólíklegt  að 

innflutningur erlends vinnuafls aukist með haustinu í ár líkt og raunin varð bæði 2007 og 2006.  

Athyglisvert  er  að  yfir  35%  af  erlenda  vinnuaflinu  hefur  komið  til  starfa  í  byggingariðnaði  og  hefur 

hlutfallið verið svipað allt þetta ár. Um 20% hafa komið til starfa í ferðaþjónustutengdum greinum en 

það sem eftir stendur skiptist á ýmsar atvinnugreinar. 

Þrátt fyrir að töluvert sé enn um innflutning erlends vinnuafls gerir Vinnumálastofnun því ráð fyrir að 

erlendu  starfsfólki  hafi  farið  heldur  fækkandi  frá  haustmánuðum  2007  og  sé  nú  komið  niður  í  15-

16.000 manns og muni fækka enn næstu mánuði og verða á bilinu 13-14.000 í árslok 2008. 

Atvinnulausum  erlendum  ríkisborgurum  hefur  fjölgað  töluvert  síðustu  mánuði.  Á  sumarmánuðum 

2007  voru  að  jafnaði  nálægt  110  erlendir  ríkisborgarar  á  skrá  en  fjölgaði  þá  jafnt  og  þétt  og  voru 

komnir  yfir  200  í  mars  2008.  Í  júlí  fór  fjöldinn  svo  yfir  230  manns  og  hefur  fjölgað  enn  í  ágúst  þó 

endanlegar tölur þar um liggi ekki fyrir. 

 

Aukið atvinnuleysi – viðbrögð Vinnumálastofnunar Vinnumálastofnun er að mörgu leyti vel í stakk búin að takast á við aukið atvinnuleysi, að miklu leyti 

verður byggt á því sem vel hefur tekist undanfarin ár við að þróa og móta viðeigandi úrræði eftir því 

sem þörf krefur, stofnunin hefur öfluga ráðgjöf upp á að bjóða og er í góðu samstarfi við ýmsa aðila 

um  námskeiðahald  og  mótun  úrræða,  s.s.  símenntunarmiðstöðvar.  Síðustu  mánuði  hefur  verið  lögð 

aukin  áhersla  á  greiningarvinnu  ráðgjafa  með  það  að  markmiði  að  grípa  sem  fyrst  inn  í 

óvinnufærni/atvinnuleysi með úrræði fyrir þann hóp sem hættast er við langtímaatvinnuleysi.  

Til að minnka álag og auka skilvirkni hefur verið ráðist í gerð rafrænnar skráningar atvinnulausra og á 

slíkt kerfi að vera tilbúið til notkunar þann 1. október nk. Þar með geta atvinnulausir skráð sig á netinu 

hvar  sem  þeir  eru  staddir,  og  þurfa  þeir  þá  eingöngu  að  mæta  á  þjónustuskrifstofu  til  að  staðfesta 

umsókn  með  undirskrift  og  skila  inn  viðeigandi  fylgigögnum.  Þar  með  mun  minnka  verulega  álag  á 

starfsfólk  við  móttöku  og  skráningu.  Frekari  þróun  kerfisins  verður  næstu  mánuði  m.a.  til  að  bæta 

þjónustuna enn og auka sjálfshjálp atvinnuleitenda og atvinnurekenda við vinnumiðlun. 

Aukning  hefur  verið  í  komu  erlendra  ríkisborgara  til  Vinnumálastofnunar  og  hafa  verið  ráðnir 

pólskumælandi  starfsmenn  á  höfuðborgarsvæðinu  og  á  Vestfjörðum  sem  veita  alhliða  ráðgjöf  og 

aðstoða við atvinnuleit. Fyrirhugað er að bæta við pólskumælandi starfsmanni á höfuðborgarsvæðinu 

og  undanfarna  mánuði  hefur  Eures,  evrópska  vinnumiðlunin,  verið  samþætt  innlendri  vinnumiðlun  í 

auknum mæli til að bregðast við fjölgun erlendra ríkisborgara sem nýta sér þjónustu stofnunarinnar. 

Af  öðrum  aðgerðum  hjá  einstökum  skrifstofum  má  nefna  að  á  höfuðborgarsvæðinu  er  að  hefjast 

tilraunaverkefni með vinnuklúbb, en í því felst að opið hús verður á föstudögum þar sem hægt er að fá 

aðstoð við ferilskrárgerð, fyrstu skref í atvinnuleit og grunnráðgjöf af ýmsu tagi.  

Á  Austurlandi  er  að  fara  í  gang  samvinnuverkefni  Vinnumálastofnunar,  Starfsendurhæfingar 

Austurlands,  Félagsþjónustu  Fljótsdalshéraðs  og  HSA  um  þjónustu  við  einstaklinga  sem  þurfa 

marghliða  þjónustu  af  félagslegum  og/eða  heilsufarslegum  ástæðum,  og  annað  verkefni  er  á  döfinni 

þar  sem  unnið  verður  sérstaklega  með  þá  sem  koma  til  með  að  missa  vinnu  í  fiskvinnslu  til  að 

auðvelda þeim að finna sér nýjan starfsvettvang.  


 

3

Á  Suðurnesjum  mun  í  haust  verða  sett  á  stofn  kvennasmiðja  sem  verður  í  boði  fyrir  atvinnulausar konur  í  Grindavík  í  samvinnu  við  Miðstöð  símenntunar  á  Suðurnesjum.  Þetta  er  einstaklingsmiðað 

nám og sniðið að  þörfum þeirra einstaklinga sem um ræðir. M.a. verður boðið  upp á sjálfsstyrkingu, 

ensku,  íslensku,  tölvukennslu,  frumkvöðlafræði,  ræðumennsku,  myndmennt,  handmennt,  jóga, 

heilsufræði og skapandi skrif. 
Download 29.48 Kb.

Do'stlaringiz bilan baham:
Ma'lumotlar bazasi mualliflik huquqi bilan himoyalangan ©fayllar.org 2020
ma'muriyatiga murojaat qiling